Nú er haustfríið skollið á 🙂 húrra. Á föstudaginn fór Kim til Álaborgar að slamma og ég var heima með ungana. Christina vinkona mín kom í mat með sína 2 stráka, svo það var mjög huggulegt að byrja fríið þannig. Í gær var okkur boðið í 4 ára og 40 ára afmæli hjá nágrönnunum, sem var haldið í sal hér nálægt. Þar vorum við frá 14 til 21 og Máni fékk að vera lengur og gisti hjá þeim. 🙂 Stór strákur. Og núna vorum ég og gaurarnir að koma úr bíó. Við fórum með Ölmu og Ane og sáum UP. Mjög góð :). Hugguelgt að vera í fríi. Á morgun og þriðjudag fara ungarnir í pössun og við fáum smá hvíldartíma ;-).
Máni teiknar stríð.
Búið að vera svo gott veður í vikunni, svo krakkarnir hafa verið mikið úti. Hér sést hvað það er orðið dimmt um 19 leytið.
Röskva í fína kjólnum sem Amma prjónaði á hana. Hún er að horfa á sjónvarpið.
Og við á leið heim úr afmælinu í gær 😉 ég lofaði Óliver að spila alla leiðina heim og stóð við það.
- 6 kommentarer til Efterårsferie
Hlaut að vera myndir komnar snemma
flottir kjólar og blundar greinilega smá pjattgen í dömunni
flott mynd hjá Máni.
Njótið þess að vera í fríi, lesa, hvíla sig, jafnvel leggja sig
kveðja ragnheiður moster
Rosalega flott mynd Máni. Amma yrði nú glöð að fara heim með eina flotta mynd. Sæt í sandkassanum og heppin að hafa ennþá svona gott veður. Ég ætla nú samt að koma í vetrarkápunni. Röskva flott í kjólnum. Hlakka til að sjá ykkur nú eru bara 3 dagar. Er eitthvað sem Óliver og Mána langar í frá Íslandi, nammi eða flatkökur?
Var að skoða allar myndirnar. Kaktusinn ekkert smáflottur. Hin myndin Máni er líka flott. Þú ert mjög duglegur að teikna. Margt á skoða og spá í á hverri mynd. Gaman að heyra sögurnar í kringum myndirnar.
Íttir þú vagninum alla leiðina heim með fætinum?????????
hæ hafðið það gott í dag
kveðja ragnheiður
18. Oct.: Kim og Erlas bryllupsdag (2003) –> IDAG! Til lykke med dagen hilsen moster Ragnheiður