Auðvitað smá sunnudagsblogg.

Röskva tók pabba sinn með á svona indjánadag hjá dagmömmum í Svenborg, síðasta fimmtudag. Þau höfðu það víst bara voða huggulegt feðginin.

DSC03386 DSC03392

Í dag var “storskrald” þ.e. að við og önnur hús hérna í hverfinu, getum sett ýmislegt sorterað rusl og annað út við veginn og svo kemur stór ruslabíll á morgun og tekur það allt. Strákarnir fóru í veiðiferð um hverfið og fundu ýmsilegt, sem þeim fannst nothæft. Máni í litla skotið sinn, bak við trén – leynistaðinn og Óliver opnaði búð. Fyrst á eldhúsgólfinu, á teppinu sem hann taldi vera algerlega hreint og fínt, en sættist svo við að flytja verslunina út í skúr 🙂

DSC03416 DSC03417

Og svona er moster (Ragnheiður) með í stofunni sinni segir Óliver.

DSC03428 DSC03420

Haustglugginn, kastaníur og snaps í gerð 🙂

DSC03426

- 5 kommentarer til Auðvitað smá sunnudagsblogg.

5 Replies to “Auðvitað smá sunnudagsblogg.”

 1. hvað hét nú Disney litli indjáninn, gæti átt þessa sem kærustu
  fjör hjá ykkur og aldeilis rétt hjá Olla við áttum svona loftnet
  drengurinn aldeilis minnugur og skýr
  gaman hjá ykkur
  hvers konar snaps er þetta

 2. Dásamlegt, þarf ekki mikið til að gleðja. Það er út af þessu sem við tímum ekki að henda ýmsu dóti, krakkar finna svo oft nýtt hlutverk fyrir gamalt dót og sjá eitthvað nýtt úr úr því. Steinunn var hjá mér í dag og var að segja mér frá lítilli frænku sinni á Akureyri. Það var svona ruglfatadagur í leikskólanum. Hún ákvað að klæða sig í peysu eins og buxur, setti nærbuxur á höfðuð fór með ruglaða frænku sína á leikskólann og var alsæl. Á námskeiðinu vorum við að ræða um fataval barna og hver ætti að ráða foreldrið eða barnið. Þá sagði ein konan, ég get ekki leyft dóttur minni að fara í fimleikbúningnum í leikskólann og ég spurði af hverju ekki? Það er svo erfitt að pissa? Þá svaraði ég, ef að það er erfitt að pissa finnur hún þá ekki út úr því sjálf þ.e. ef henni finnst það erfitt yfir höfuð og nennir ekki í búningnum aftur í leikskólann. Þarf hún kannski aldrei að pissa heldur á fimleikaæfingum. Þetta var í samhengi við það að við vorum að ræða “control” tilhneigingu foreldra.
  Mjög skemmtilegt námskeið.
  Góða nótt öll og sofið þið rótt. Þið eruð auðvitað löngu sofnuð en samt sofið þið rótt.
  knus og kram frá ömmumömmu

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *

Discover more from emtekaer.dk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading