Smá meira

Sit hér, nýkomin úr sundi með Röskvu.  Hún er sofandi og ég nenni ekki að fá mér að borða – en veit hvað það væri rosalega óskynsamlegt að gera það ekki. 🙂 Allaveganna mundi allt í einu eftir einni góðri sögu af Mána, einnig frá síðustu viku. Við vorum að borða, börnin og ég. Og Máni er að skifta sér af Óliver (sem finnst kvöldmatur einhver mesta truflun í heimi) og segja honum að borða. Óliver tekur legobækling og byrjar að skoða og Máni minnir hann á regluna okkar, sem er “ekkert dót við matarborðið”. Ég segi Mána að ég skuli ala bróður hans upp, hann geti bara borðað. Þá segir Máni við Óliver: “‘Óliver, réttu mér aðeins bæklingin, ég ætla að sýna þér eitt rosalega flott. Leyfðu mér bara aðeins að sýna þér það”. Óliver réttir honum bæklinginn og Máni hendir honum afturfyrir sig á gólfið og segir byrstur: “ÉG SAGÐI EKKERT DÓT VIÐ MATARBORÐIД. Þá var það útrætt. Kannski maður ætti bara að flytja að heiman og láta ungana sjá um þetta 🙂

- 1 kommentar til Smá meira

One Reply to “Smá meira”

  1. hahaha 😀 könnumst við þessa takta hjá stóru okkar. Ég hef einmitt sagt við Ísak “hugsa þú um þig Ísak…” Svo um daginn var ég eitthvað að siða Freyju til og þá sagði stúlkan: “Mamma ég stjórna, hugsa þú um þig og ég hugsa um mig!”

    Takk fyrir það 🙂

    Knús
    Bryndís

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *

Discover more from emtekaer.dk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading