Loksins smá blogg tími :)

1. maí kom ég heim úr skólaferðalagi með 4.bekknum mínum og mínum góðu samstarfsfélugum.  Við fengum alveg brilliant veður og ferðin var vel heppnuð í alla staði. Það er hægt að skoða myndir úr ferðinni á

http://www.haahrs.dk/forside/Fotoalbum/ca40/view/2009%204.%20kl.%20Kerteminde

og þar getur maður m.a. séð reglulega fínar myndir af okkur kennurunum í trylltum dansi með kanínutennur.  🙂

Helgin var svo undirlögð af börnum og menningarlegum ferðum hjá Kim :). Mánudag, þriðjudag og miðvikudag voru svo seinir fundir hér og þar og Kim í foreldraviðtölum, svo það er ansi gott að nú er þriggja daga helgi. Á mánudaginn fer ég svo í annað skólaferðalag með 5.bekknum mínum og verð fram á miðvikudag. Og þá ætti nú aðeins að fara að róast um 🙂 ha ha.  Núna eru strákarnir farnir með pabba sínum til bedstemor í Ebeltoft í smá strákaferð. Við mæðgur erum hér heima á meðan í rólegheitunum. Ef rólegheit skyldi kalla.

Röskva er núna hjá gestadagmömmu og sú hafði fengið þau skilaboð frá dagmömmunni hennar Röskvu að þegar hún væri í þrjóskukasti, þýddi ekkert að eiga við hana. Alveg eins gott að láta hana bara vera. Svo þegar Kim kom að sækja hana um daginn, sat hún ein í andyrinu og borðaði bollu með koll fyrir borð, en allir hinir sátu útivið við huggulegt barnaborð 🙂 Það þýðir ekkert að eiga við hana….

Og á föstudagskvöldinu þegar ég kom heim úr ferðalaginu voru strákarnir svolítið búnir á því og Óliver kom m.a. með þetta gullkorn grátandi “mig langar að vera nýr, mig langar í nýtt nafn, mig langar að heita Sören, það er svo sætt nafn”. Svo við kölluðum hann Sören í nokkra klukkutíma, þangað til hann vildi vera Óliver aftur.

Hitti konu úti í búð í gær, sem hefur verið inni í bekknum hans Mána og hún spurði hver væri sonur minn. Ég svaraði að hann væri frekar rólegur og með rosalega ljóst hár…. “já þessi ljóshærði, sæti og sjarmerandi ofurskólatilbúni strákur… hann er yndislegur” svaraði hún 🙂

jæja. heyrumst. góða helgi. E

- 3 kommentarer til Loksins smá blogg tími :)

3 Replies to “Loksins smá blogg tími :)”

 1. hæ aldeilis nóg að gera hjá ykkur
  og vonandi hefur kæri Sören það gott með Pabba og Mána í ferðalaginu,
  kæru mægður hafið það gott um helgina
  kveðja rangheiður

 2. Gaman að sjá hvað þú ert stór Erla mín. Kom að því. Þetta með Röskvu minnir mig á leikskóladagana hjá Vésteini þegar að hann sat oft einn út í horni að borða af því að hann var svo lengi og átti að klára matinn sinn sem hann hafði ekki skammtað sér sjálfur. Alltaf héldu þær áfram að gefa honum of mikið á diskinn.

  Þetta hefur greinilega verið mjög notalegt skólaferðalag og kennararnir bara flottir. Danstilþrifin glæsileg.

  kveðja í bili
  mamma

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *

Discover more from emtekaer.dk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading