Sakn, sakn.
Við erum sem sagt komin heim, heilu og höldnu. Nokkrar myndir komnar inn, á eftir að setja fleiri. Við fórum öll af stað í gær og frúin hér lagði sig svo þegar hún kom heim úr vinnunni. Er alveg lúin, búin :). Ferðalagið gekk samt mjög vel og ungarnir stóðu sig rosalega vel. Þau eru öll ánægð að vera komin heim, hitta pabba og fara í sína rútínu. Meira að segja Röskva gekk beint í fangið á dagmömmunni. Og nú skín sólin og helgin rétt ókomin 🙂 Góða helgi til ykkar og takk kærlega fyrir hjálp, samveru og fjör :).
Síðasta kvöldið í bænum í þetta sinn.
Amma 97 ára, Erla 32 ára og Röskva 1,5 ára 🙂
Arnór í stríðnisstuði 🙂
Máni og Ivan
Ilmur og Óliver með ís
Röskva á páskadag
- 2 kommentarer til Takk kærlega fyrir okkur :)
Ó við söknum ykkar líka, sérstaklega svona þegar ég er búin að ná kröftum á ný! hahaha. Yndislegar myndir, skoðaði alla seríuna og í sérstöku uppáhaldi eru myndirnar af röskvu með handbrúðurnar og með grímuna og strákarnir að hugga sig í “fullorðinsíbúðinni” og svo þegar þið eruð nýkomin og maður sér bókstaflega stjörnurnar í augunum á arnóri breka. Hahah. Og svo margar fleiri. Jæja elsku sys, ég er farin í sveitina á nýjan leik. Að þessu sinni í Grímsnesið, og eflaust með viðkomu í Laugardalnum enn einu sinni, það er víst óhjákvæmilegt. Hahaha. Jóndi segir búfokkinghú. Kossar og Knús til ykkar allra og fer von bráðar í pósthúsið.
hæ gott að heyra að allir er glaðir að vera komnir heim, gott að fá ykkur. Tíminn er svo fljótur að líða.