Vorverkin :)

Jæja þá er garðurinn að lifna við 🙂

Kim að brjóta niður “kompsten” því við ætlum að sá meira grasi.

Cirkus æfing og Osmo vinur Ólivers í heimsókn

Nýji nágranninn 🙂

Fyrstu sólgleraugun 2009

Svo tók Kim niður 2 eldhússkápa fyrir mig – húrra

Og Röskvu fannst auðvitað tilvalið að klifra og troðast…..

Svo það er nóg að gera hér í vorverkefnum. Ég ber brenni í skúrinn í gríð og erg. Reyni að planta vorlaukum og fatta ekki neitt… veit ekki einu sinni hvernig þeir eiga að snúa… hver ól mig eiginlega upp???? 🙂 Og við erum á fullu alla daga og á kvöldin breytist ég í varúlf, sem gólar út í nóttina og finnst allt of lítið að það eru bara 24 stundir í sólarhring. Stundum öskra ég, græt eða bara sest og glápi í uppgjöf. Ég bara næ ekki að gera allt sem ég vil og þarf. Full vinna, risastórt hús, garður, 3 börn…. ekki skrýtið að ég horfi ekki mikið á sjónvarp. Hm. En ég hlakka alltaf til föstudaganna. Ég elska föstudaga. Þá er allt í föstum skorðum. Sækja ungana. Hanga. Kim gerir pizzu. Horfa á teiknimynd/disney show og borða nammi. X-faktor (american idol í DK) og svæfa drengina. Glápa smá og skríða í bælið með góða bók, vitandi að maður á alla helgina framundan….. Góða nótt og sofið rótt og góða helgi.

- 6 kommentarer til Vorverkin :)

6 Replies to “Vorverkin :)”

 1. vantar ykkur ekki bara aupair eða góða vinnukonu verst að vera ekki komn á eftirlaun
  kveðja ragnheiður
  gott að það er komin föstudagur
  var að koma frá Höfn í Hornafirði gaman að koma þangað

 2. Það er mikil rannsóknarþörfin hjá ungfrúnni. Greinilegur vorfílingur, var líka hér í dag.
  Er búin að sofa í sófanum í næstum 3 tíma og ætla að horfa á mynd nún áður en ég fer að sofa í alvörunni. Elska líka föstudaga.
  Ertu byrjuð á bókinni???? Ég meina þeirri sem þú ætlar að skrifa?
  Hvað kemur í staðinn fyrir skápana???
  kveðja mamma

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *

Discover more from emtekaer.dk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading