Smá fréttir

  • Ég og ungarnir komum heim til íslands 6. apríl og verðum til 15.apríl 🙂
  • Það er vetrarfrí núna og í dag settum við ungana í pössun á leikskólanum, dagmömmunni og frístundaheimilinu. Ég fór heim og lagði mig og vaknaði 13:30. Fílaði mig eins og með unglingaveikina. 
  • Röskva getur sagt “mere”. 
  • Á morgun fara ungarnir aftur i pössun, en þá verður mér vonandi eitthvað úr verki. 
  • Miðvikudag til sunnudags verðum við svo í fríi saman. Við ætlum að fara í mat til Frank og Louise, dýragarðinn, og Máni ætlar að heimsækja vin sinn Alex, svo eru nágrannarnir okkar búin að bjóða okkur í mat á föstudaginn og þegar við sögðum krökkunum það sagði Máni: “það verður sko huggulegt”. 
  • Við ætlum að reyna að horfa á bíómynd í kvöld, það er smá sjéns að ég geti haldið mér vakandi ákkúrat í dag 🙂
- 4 kommentarer til Smá fréttir

4 Replies to “Smá fréttir”

  1. Húrra húrra, förum strax að búa um rúmin. Þetta verða flottir páskar. Arnór Breki verður glaður að hitta frændur og frænkur.

  2. jesssssss, nú heita öll börn á öllum myndum Máni og alltaf sagt með jafn gleðilegri röddu. Ég get bara lánað Máni baby björninn og þá getur Arnór kúrt hjá honum í viku 🙂 Þið eruð alltaf velkomin að gista í herberginu hans Arnórs 😉

Skriv et svar til Sólveig Annuller svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *