Óliver 4 ára

Hæ öll sömul og takk fyrir allar kveðjurnar 🙂

Undirbúningur kvöldið áður. Kim gerði pizzubotna og ég bakaði.

yes, þetta er standardinn…. kannski eins gott að ég flutti úr landi, svo ég verði mér ekki endalaust til skammar :)…

Svo vaknaði afmælisbarnið 🙂

Hann fékk að opna 2 vel valda pakka um morguninn.

þetta var gjöfin frá vinsælasta stóra bróður Norðurlandanna.

Svo kom ég með kökuna í leikskólann 13:30, þar sem var haldið upp á hann.

svo er athöfn að færa myndina yfir í 4 ára gluggann.

Og svo varð myndavélin batteríslaus.

Svo það eru ekki myndir af frábæru pizzunum hans Kim, gjafaopnun og svo framvegis. En… þetta er ekki búið enn.

Gestirnir voru Ane, Alma, Louise, Frank og Albert. Og hér kemur dessertinn 🙂

með 3 tegundum af lífrænum ís. Og já, þetta er sama uppskrift og að kökunni, sem fór í leikskólann. :).

Og glaður strákur fór að sofa.

ps. Röskva var ekki mjög sjarmerandi í dag, svo engar myndir af frk. fix 🙂 ha ha.

- 9 kommentarer til Óliver 4 ára

9 Replies to “Óliver 4 ára”

 1. Til hamingju með daginn elsku krútt frændi. Reyndum að hringja áðan en náðum ekki í gegn. Sjáumst ekkiámorgunheldurhinn. 🙂

 2. Elsku besti sæti frændi minn herra kóngur Óliver, til hamingju með afmælið!!! Og til hamingju með hann kæra familía. Stórkostlegur afmæliskall. Segi eins og sólveig að ég reyndi að hringja áðan en tókst ekki. Reyni kannski bara aftur á morgun – það verður hugguleg próflestrarpása.

 3. Elsku besti Óliver.

  Til hamingju með 4ra ára afmælið þitt. Ótrúlega flott afmæliskakan þín og þú alltaf jafn sætur :). Hefði verið gaman að koma og gefa þér eitt sjóræningjaknús í tilefni dagsins.

  Knús frá mér og allri fjölskyldunni í Hæðargarði.

  Þín Freyja, Ísak, mamma og pabbi

  p.s. mamman heldur að eitthvað sé að fara af stað hérna megin… 3 tímar til stefnu til að eiga afmæli á þessum frábæra degi, 28. janúar 🙂

 4. Til hamingju með afmælið Óliver, sætasti afmælisstrákur heimsins =D

  Og til hamingju með Óliverinn ykkar, þið öll hin!

  Risaknús og ssaaakkknn á ykkur

  kveðja Ása í Sóltúninu 😉

 5. Hæ þetta hefur aldeilis verið flott veisla
  glæsilegar kökur og pizzurnar örugglega flottar
  fínar myndir takk
  ragnheiður

 6. Það er nú ekki hægt að segja annað en að þú sért skapandi, hef varla séð skemmtilegri afmælisköku. Hún er að minnsta kosti ekki eftir forskrift. Óliver alltaf flottur.
  Bara góða skemmtun alla afmælisvikuna.
  kveðja amma

 7. Óliver bara flottastur;o)

  Erla min, ég er sko alveg sammála henni mömmu þinni. Afmæliskakan er æði!

 8. Oliver er aberandi saetasta barnid a leikskolanum! Jii, hvad hann er saetur drengurinn. Hvad er malid med lifraenan is, hljomar mjog ljuffengt….. Til hamingju med strakinn!

 9. Til hamingju kallinn!
  Hlökkum mikið til að hitta þig bráðum – vonandi!
  Knúúús, Inga, Nói og Niclas
  ps. hvað eru eiginlega mörg börn á stofunni þinni?

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret.