Þar sem Kim fór í frænda og frænku partý í Köben var ég ein með ungana frá föstudegi um 15:30 leytið fram að klukkan ca. 17 á laugardeginum. (ég er viss um að ykkur finnst þetta áhugaverð lesning).
Svo á föstudeginum voru drengirnir hjálpsamir og fóru sjálfir í náttföt 🙂
En ég var ekki alveg ein. Gömul vinkona kom í heimsókn. Fröken Sjoukje. 🙂 Og það var svakalega huggó. Á laugardeginum fórum við með ungana í góðan göngutúr.
Og gáfum fuglunum gamalt brauð.
Sjáið þennan sem grípur brauðið í loftinu
og við eins og gamlir japanir
Og fórum á róló niður við strönd
Jamm næs.
En núna var ég í bíó á Changeling og líður bara illa á eftir. Vildi að ég hefði ekki farið á hana. En… best að drífa sig í bælið og lesa. Góðar stundir. Og góða nótt.
- 9 kommentarer til Góð helgi að baki
ég er mjög sammála þér með þessa mynd, fór á hana í gærkvöldi og væri alveg til í að hafa sleppt því. Er HogM í Svendborg 🙂 ……djók
Vona að þú hafir sofið vel. Veit ekkert um hvað þessi mynd er. Gott að hafa átt svona góða helgi, lítur út fyrir að þið hafið haft það notalegt.
kveðja mamma
hæ og takk fyrir myndirnar, alltaf svo gott og gaman að skoða þær.
Og takk fyrir myndirnar. Þessir ungar eru alveg dásamlegir….
segir Oddný vinkona
trúlega ekki gott fyrir ungar mæður að sjá þessa mynd
kveðja ragnheiður
Sendi pakkann í morgun þriðjudag. Veit ekki hvort að hann nær í tíma. Verður nokkuð afmæli fyrr en um helgina?
amma
Til hamingju með afnælisstrákinn hann Óliver! Það verður eflaust mikið um dýrðir á leikskólanum í dag. Hekla bíður spennt eftir sínu afmæli, næsta þriðjudag.
Er þetta ekki leikvöllurinn við Christiansminde á myndunum? Er göngufæri frá ykkur þangað?
Bestu kveðjur og góða skemmtun í dag og á næstu helgi… ;o)
Tillykke kære fætter Óliver!
Vi håber du har fået vores gaver med posten og at du får en dejlig dag med Röskva og Máni og din mor og far.
Vi glæder os rigtig meget til at lege med dig igen snart. Liva synes i hvert fald godt, at du snart kunne komme på besøg.
De kærligste hilsner, Liva og Asta
(og også fra vores mor og far)
Til hamingju með daginn Oliver. Hlökkum til að sjá þig á föstudaginn og alla þína fjölskyldu. Njóttu afmælisdagsins sem best þú getur.
bestu kveðjur
Hæ Olli til hamingju með daginn
vildi að ég gæti knúsað þig
góða skemmtun
kveðja frænka
Til hamingju með afmælið Olli polli.
Við söknum þín voða mikið.
Hafðu það gott á afmælisdaginn.
Pakkinn er á leiðinni.
Knús frá Einigrundarfjölskyldunni.