Takk

kærlega fyrir okkur öll 🙂 Allir eru svakalega glaðir með sitt. Óliver og Röskva náðu ekki að opna alla pakkana í gær, svo það var svona smá amerísk stemming hér í morgun í eftirpakkaflóðinu. Mér finnst bara eins og ég sé 12 ára aftur, get bara farið í öllu nýju í vinnuna eftir jól. Fékk alveg svakalega flottar og fínar og fullkomnar gjafir. Ein af gjöfunum mun kannski líka eiga eftir að gleðja ykkur hér á síðunni, því ég hafði óskað mér svona litla stafræna myndavél og hana fékk ég frá Kim, svo ég verð þá duglegri að bæði taka og setja inn myndir :). Við vorum mjög ánægð að fá gesti hér í gær og bedstemor, bedstefar og Troels eru hér enn. Kim og Troels eru að koma brunch á borðið. Ég sakna Íslands svakalega í dag. Kúri mig bara í jólagjafirnar frá ykkur. Strákarnir voru alveg rosalega góðir í gær. Komu mömmu sinni á óvart og voru góðir við hvern annan og Máni var svakalega yfirvegaður með pakkana og þakkaði fyrir sig og tók bara einn í einu og fannst hann mjög heppinn með allt. Þegar Óliver var farin að kvarta yfir of fáum pökkum í gærkvöldi klukkan 22 svæfði ég hann og þegar hann vaknaði í morgun, var hann rosa hress og ánægður með allt og fegin að geta opnað nokkra pakka í viðbót. Hann er samt komin með augsýkingu – en það virðist ekkert koma niður á góða skapinu. Allaveganna er ánægjulegt að sjá að þegar virkilega reynir á þá standa þeir sig rosaleg vel 🙂 Húrra fyrir þeim. Ég fór í kirkju í gær með tengdaföður mínum. Það var troðfullt út úr dyrum. Og annars borðuðum við góðan mat og risalamande og Máni fékk möndlugjöfina. Jæja – nóg í bili. Set kannski myndir í kvöld, þegar batteríið er hlaðið. Hafið það rosa gott í jólaboðunum í dag. Jóladagskveðja, frá frú Erlu

- 2 kommentarer til Takk

2 Replies to “Takk”

  1. Takk líka frá okkur í Ekrusmáranum. Það vantaði ykkur sárlega í gærkvöldi. Mikið álag á Arnóri að sinna öllum fullorðnum. Hann hefði þegið smá hjálp. Gleðileg jóla. Afi

  2. Skemmtilegar fréttir af ykkur fjölskyldunni. Það er svo gaman að lesa þetta. Sjá hvað Röskva hefur stækkað svo mikið og svo mannaleg. Með ofsalega mikið hár. Passið bara að Gísli komist ekki nálægt henni með skærin. Hann klippti Unu Sóley svo mikið að systkini hennar telja að allir á leikskólanum haldi að hún sé strákur. Hún fékk inni á Ásborg fyrir mánuði.
    Góðar kveðjur

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *

Discover more from emtekaer.dk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading