Nýjustu fréttir

Hér er ég, bare eitthvað að chilla með tölvunni minni eftir miðnætti. Ætlaði bara að láta ykkur vita hvað ég er töff að vera vakandi svona lengi á miðvikudegi :). 3 dagar eftir af vinnu. Húrra jólafrí. Við hjónin erum í óða önn að ljúka við verkefni í vinnunni sem best er að skila af sér fyrir jól. Og ungarnir?

Þau hafa það gott. Röskva er búin að vera á “ekki vakna á nóttunni” kúr, þar sem pabbinn þurfti að sofa uppi, því hann er með of stórt hjarta. Mamman er hinsvegar köld eins og steinn og á ekkert í vandræðum með að sofa þó stúlkan kvarti aðeins. Eins og móðirin á heldur ekki í vandræðum með að hræða son sinn svo mikið með Grýlu að hann fær væntanlega varanleg mein. Ég er byrjuð að leggja fyrir svo ég geti borgað þerapíutímana. 

Máni kom niður stigann áðan og spurði mig hvort ég vildi baka sætar jólabollur. Júú ú. Ég er með uppskrift mamma. OK. Fékkstu hana í skólanum? Nei ég var að prenta hana út. Hm. Hann er bara stór. Og vildi hringja í pabba sinn, sem var út í bæ og athuga hvort hann vildi ekki örugglega baka. Það er nefnilega ekki alveg hægt að stóla á mömmuna með bollubakstur. 

Óliver kúkaði í klósett í fyrsta skifti í gær. Stórum kúk. Og löngum. Og örugglega enn stærri en það ef þið spyrjið hann sjálfan. Það var mikil athöfn hér á bæ og Máni hljóp út og náði í pabba sinn, það var hringt í afann og verðlaun gefin úr afa Ísbjarnar nammikassa. Allir dáðust að flottasta kúk í heimi. Og við bíðum spennt eftir að þessi undur og stórmerki muni endurtaka sig. 

Og jú – það er töff að vera vakandi lengi, en kannski ekki mjög skynsamlegt. Og á morgun er langur dagur hjá mér. Svo…. hafið það gott. Góða nótt.

- 6 kommentarer til Nýjustu fréttir

6 Replies to “Nýjustu fréttir”

 1. hæ það eru fleiri vakandi að vesenast
  ég var að klára að skreyta jóltréð og við Inga ætlum að skera út laufabrauð á morgun

  Olli aldeilis duglegur þetta er allt að koma
  og Röskava verður fljót að fatta að maður á ekki að vakna

  hafið það gott í jólastússi og bollubakstri
  Ragnheiður

 2. mmm…aldeilis huggulegt að lesa um stóra og langa kúka svona í morgunsárið…með kaffibollann við hönd. úlala. ég er ekki hissa á að kim þurfi að sofa uppi. sé röskvu fyrir mér vakna um miðjar nætur og blikka svo kim og senda honum augngotur þangað til að hann neyðist til að veita henni athygli. eníhú. ást frá rauðalæknum!!!

 3. Glæder mig meget til at se jer lige om snart,men jeg kan ikke forstå så meget Islandsk,men lærer jo heller ikke noget hvis jeg ikke ser på jeres hjemmeside d.18/12 som jo er Islandsk ,men Erla i store træk,kan jeg nogenlunde følge med i hvad du skriver om,så må bare blive ved med at øve mig!!!!knus hella

 4. Sæl dúllan, alltaf gaman að lesa pistlana þína. Ég var að koma af körfuboltaleik í Garðabænum og því miður þá töpuðu þeir með 8 stigum. Vésteinn ekki í stuði. Sveinn Logi fór með mér og við fengum okkur pylsu á leiðinni heim.
  Á eftir að fara yfir dönskupróf fyrir morgundaginn. Litlu jólin á morgun klukkan 9 og svo eru jólin næsta miðvikudag. Það þarf eitthvað mikið að gerast hér um helgina er ég hrædd um, ætla jafnvel að hætta við leikfimina á morgun, nei það er ekki skynsamlegt. Svo eru tónleikar í Hvíta húsinu á morgun bæði Weapons og Pet Cemetary. Spurning hvort að við gömlu hjónin skellum okkur.

  Kveðja mamma

 5. Hæ Erla
  Ég er nú ekki mikil tölvufrík en mér datt samt í hug að slá nafninu þínu inn á google.com til að finna nýju addressuna þína og viti menn ég fann þessa síðu!!!Er nefnilega að skrifa jólakortin á síðustu stundu eins og venjulega.
  Ég mun pottþétt skoða þessu síðu oftar. Það er frábært að lesa um ykkur og hvað þið eruð að blómstra í Danmörku.
  Inga og Aron eru í Köben þessa dagana og bara að chilla og kaupa jólgjafir.
  Biðjum að heilsa ykkur öllum og sendum ykkur hlýjar jólakveðjur.

  kv. Bogga á Skaganum

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *

Discover more from emtekaer.dk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading