Jólabréfið í ár – sem aldrei kemst í póst :)

Kæra fjölskylda, vinir og sálufélagar.

Þá er aftur komið að því að líta yfir farin veg. Enn eitt brjálað ár liðið í lífi pólsku sirkusfjölskyldunnar. 2008 var gott ár, en einnig ár umbreytinganna. Við hófum árið í Hæðargarði í svolítið sérstakri en þó hlýlegri íbúð. Með í kaupið fengum við frábæra nágranna, garð og fullt af rólóum. Máni fór líka að æfa fótbolta með Val og bræðurnir gerðu það líka gott í leikfimitímum. Óliver þurfti þó á sérstakri handlagni móður sinnar að halda til yfirhöfuð að finnast það vera góð hugmynd að vera að taka þátt í svona hópleikjum J. Óliver varð 4 ára og héldum við fínasta afmæli í Fossvogsdalnum. Við Röskva vorum heimavið fram til 1.mars, þar sem við Kim skiptum um hlutverk og ég fór aftur í Réttó. Með vorinu hófust ferðalögin. Við fórum í fjölskylduferð á Laugar í Sælingsdal með Akranesfólkinu, þar sem við áttum ógleymanlegar stundir með öllu liðinu. Þegar við vorum búin að pakka öllu okkar hafurtaski í gám, lá leiðin til Króatíu í 14 daga frí með Ekrusmáragenginu. Brilliant að detta í svona sumarfrí.

Og svo hófst nýjasti kaflinn í lífi okkar. Svendborg.

Eftir sumarið þar sem Kim vann eins og óður í húsinu og ég var óð móðir með alla mína unga – var gott að komast í hversdagsleikann og komast í vinnuna. 🙂

Og Máni varð 6 ára og Röskva 1 árs.

Ég er svakalega ánægð í minni vinnu, í Haahrs skole hér örstutt frá heimili okkar. Máni byrjaði í hverfisskólanum hér og er mjög glaður í skólanum. Hann stendur sig vel, er prúður og hlíðinn og ábyrgðarfullur. (Í skólanum þ.e. ). Óliver byrjaði í dönskum leikskóla og er núna farin að tala þessa fínu innflytjenda dönsku J. Röskvu var hent til dagmömmu og gekk það vonum framar. Kim er að kenna í Thurö skole, einnig í hjólafæri og er sæmilega sáttur við það. Við eigum ekki bíl eins og er og förum allra okkar ferða á hjólum og gengur það bara vel. Svo hversdagurinn er bara í góðum gír.

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári – takk fyrir allt gamalt og gott.

- 1 kommentar til Jólabréfið í ár – sem aldrei kemst í póst :)

One Reply to “Jólabréfið í ár – sem aldrei kemst í póst :)”

  1. hæ og takk fyrir skemmtilegt bréf og gott að öllum líður vel.
    gaman að þú skulir hafa fengið myndavél þá fáum við enn fleiri myndir
    ekker smáflottar að Röskvunni

    Kveðja ragnheiður

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *

Discover more from emtekaer.dk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading