Jólahelgin mikla með Ingu og apavatnsprinsinum

Sko, á föstudeginu fór ég með Mána á jólastund í frístundaheimilinu hans og á meðan við vorum þar komu Inga og Jón í hús. 

Á laugardeginum hlupum við Inga og Jón um bæinn, það er ekkert tekið rólega þegar við systur erum saman komnar. Klukkan 14 mættum við svo öll (nema J) á leikskólann hans Óliver í jólastund þar. 

Og jólasveinninn kom 🙂 

Fádæma gáfulegar að vanda. 

Sunnudagurinn var svo jólatrésdagurinn mikli. Lagt var af stað snemma morguns með strætó til Faaborg.

Þar sem við fórum í ekta gamla gufulest að ná í tré. 

Hér er stoltur eigandi stórs trés, sem svo var fraktað í barnakerru og strætó og á öxlum, heim á Mellemvej 22. 

Sumir eru útkeyrðir… hvar er Óliver? 

Komið heim í huggu, hvíld og hlýju. 

Jamm, svona var nú þessi jólahelgi. Að ógleymdri spilamennsku og ölsmökkun. 

Og við erum þvílíkt heppin að fá svona góðar sendingar frá Íslandi, ekki bar fólk heldur líka fisk, hangikjöt, læri, nammi, konfekt og hvað eina. Kærar þakkir fyrir. 

Hvað uppeldi líður, þá er móðirin búin að gefast upp og farin að nota grýlu sem uppeldisaðferð. Núna veit Óliver að Grýla étur óþekk börn. Hún setur þau í pott, með sjóðandi vatni og gulrótum og kartöflum og étur þau. Og hana nú. Og kannski er það þess vegna sem hann skríður upp í á nóttunni :). 

jæja góða nótt í bili.

- 3 kommentarer til Jólahelgin mikla með Ingu og apavatnsprinsinum

3 Replies to “Jólahelgin mikla með Ingu og apavatnsprinsinum”

  1. hæ flottar myndir og gaman hjá ykkur.
    eins gott að Óliver var ekki á þjóðminjasafninu grýla gekk um og kyssti börnin og sagði að það væri allt í lagi að henda matnum á gólfið ef maður væri í því stuðinu.
    aldeilis jólalegt hjá ykkur

  2. Jólasveinninn kom også da vi var til afslutning i Livas børnehave. Han var vist rigtig hyggelig, fortæller Liva. Men han kommer altid lige når jeg er gået, pokkers.

  3. Já, nú er sá tími ársins runninn upp sem leyfilegt er að nota jólasveinauppeldið. Mjög praktískt og þægilegt :). Reyndar kippir Freyja sér ekki mikið upp við það hvort einhver “fríðindi” eru tekin af henni ef hún hlýðir ekki. Henni er þá bara alveg sama. Ég gæt hins vega ekki notað Grýlu á hana, hún er svoooo hrædd við allt svona. Er búin að sannfæra hana um að Grýla sé dauð og er að reyna að telja henni trú um að lögreglumenn séu góðir, en hún trúir því tæplega, því um daginn heyrði hún af því að löggan setti fólk í fangelsi! Ó mæ!

    Þetta hlýtur að vera eitthvað ákveðið skeið sem þau vinirnir eru að ganga í gegnum, eitthvað svona “að verða 4ra ára skeiðið”. Það hlýtur að ganga yfir… á endanum allavega 🙂

    Knús
    Bryndís

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *

Discover more from emtekaer.dk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading