6:30 vekjaraklukkan hringir.
7:10 við mæðgur erum komnar í föt og ég rölti með Röskvu til dagmömmunnar.
7:30 Við Óliver hjólum af stað og ég skila honum í leikskólann, þar sem hann sest og fær sér bollu með sultu.
7:45 ég legg hjólinu við skólann, sest inn á kennarastofu, glugga í blöðin og fæ mér kaffi.
8:00 Kenni stærðfræði í 4.bekk.
9:30 tímanum líkur og ég fer út til að vera í gæslu í frímínútunum.
9:45 smá eigin frímínútur.
10: 00 Kenni stærðfræði í 5.bekk.
10: 45 kenni ensku í 4.bekk.
11:35 borð hádegismat.
11:45 fer aftur út í gæslu.
12:00 kenni aukatíma fyrir annan kennara.
12:50 sest niður og skrifa mat um nemendur í öðrum 5.bekknum.
13:30 fundur
14:30 annar fundur (eitt foreldri hringir og vill spjalla, ég lofa að hringja seinna).
15:15 Hjóla í ullarpeysu og regnfötum upp brekkurnar og kaupi í matinn (fer beint í frystikistuna í búðinni og kaupi tilbúnar kartöfflur, kjötbollur og reyndar lífrænt pasta). Hringi í nágrannann og spyr hvort Óliver megi bíða hjá henni í smá stund á meðan ég sæki hin.
15:30 sæki Óliver og hjóla með hann til nágrannans.
15:43 sæki Röskvu og hjóla með hana í frístundaheimilið til Mána og sæki hann.
16:10 á leiðinni heim, ætla að sækja Óliver hjá nágrannanum en hann vill ekki koma heim. Í staðinn fer Máni líka í heimsókn þangað.
Ég skrepp heim, hringi í foreldrið og gef Rösvku seríós á meðan.
17:00 strákarnir koma heim og með Mána tveir vinir. Ég set matinn í ofninn.
17:30 þrír krakkar gráta.
17:35 við borðum
18:00 Kim kemur heim. þvottastand, náttföt, tannburstun og ungarnir komnir í rúmið 19:25.
19:30 ég smyr nesti
Og nú sit ég hér og ætla að fara að undirbúa mig á meðan Kim er í sjónvarpsviðtali uppi í stofu. 🙂 Vonandi verða þeir búnir fyrir 20:35 þegar desperate houswifes byrjar.
- 4 kommentarer til Miðvikudagurinn 5.nóvember 2008
Sæl dúllan – ekkert smáafrek – þú ert hvundagshetja.
kveðja mamma
P.S. Gott samt að geta hlakkað til einhvers þó að það sé bara að horfa á sjónvarpið á kvöldin. Ég ætla að horfa á “Looking good naked” í kvöld. Var að koma heim. Búin að sitja með Bergþóru og Magnúsi (hann var í Grundaskóla) í stærðfræði í 2 og 1/2 tíma.
ja maður hefur það nú bara rólegt, vantar ykkur ekki aupair mín kæra, væri alveg til í að prófa það
kveðja frænka
Úff, ég svitnaði bara við að lesa um allt þetta sem þú afrekar á einum degi!
Þú ert ótrúlega dugleg Erla mín!
En kæmpe krammer,
Heiðrún
Hljómar kunnuglega, en eins og vinkona mín sagði ” you´re still going strong”
Minar hjartans bestu baráttukveðjur