Jæja og hvað hefur svo á daga okkar drifið?

Jú, Kim varð númer þrjú í slamminu og komst ekki áfram. Ef hann hefði talað þremur sekúndum minn, hefði hann verið númer 2 og komist í DM. En hann var flottur í sjónvarpinu. 

Vinkona mín frá Vordingborg kom í heimsókn um helgina og það var nice. 

Strákarnir voru mjög mikið að testa mömmu sína laugardag. 

Laugardagskvöldið fór í að halda á Röskvu litlu á meðan hún ældi úr sér lifri og lungum. 

Sunnudagurinn var rólegur. Kim og drengirnir hengdu upp myndir af Múggí, því hann hvarf síðasta miðvikudag.  Mamman fór í bíó. 

Í dag var ég heima með Röskvu lösnu og Mána, sem byrjaði daginn á því að kasta upp. Seinna í dag, hringdi líka kona, sem var med Múggí heima hjá sér og búin að hafa hann síðan á miðvikudaginn. Þrátt fyrir það að hann sé með hálsband með símanúmeri. Hmm. Það var bara af því að dóttir hennar sá miðann hans Kim í skólanum og spurði hvort það væri ekki verið að leyta að kettinum sem þau væru með heima. Skrýtið fólk. En núna er Múggí komin heim og þarf aðeins að venjast því. Nú fær hann ekki að fara út næstu daga. 

Og hvað er svo á döfunni. Jú. Fundir hjá frúnni miðvikudags og fimmtudagskvöld. Kaffi hjá bekknum hans Mána (verð að baka eina skúffu). og svo kemur LILLEBROR á fimmtudaginn. Það verður gleði og gaman. 

Heimurinn batnandi fer – eða eitthvað. Góðar stundir.

- 1 kommentar til Jæja og hvað hefur svo á daga okkar drifið?

One Reply to “Jæja og hvað hefur svo á daga okkar drifið?”

  1. Hæ gott að múggí fannst hann er svoddan keliköttur að það vilja allir hafa hann,
    vona að allir sé að hressast og að unga daman sé hætt að æla og restin hafi ekki smitast.
    gott að heyra frá ykkur og hafið það gott.
    Kim það gengur bara betur næst

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *