Helgi. Mmm. Í gær fórum við öll í skólann til Kim, þar sem nokkrir hressir vinnufélagar hans höfðu skipulagt matarboð. Þær höfðu keypt inn og við mættum um 15 leytið og hjálpuðums að við að gera matinn tilbúinn. Og þvílíkur matur. Rosalega brilliant. Og okkur dreymdi um að geta farið á Ekrusmárann, Vesturgötuna og Hellulandið og fá læri/steikur og fiskibollur. Ohhhh, hvað við söknum ykkar og allra hefðanna sem við komum á á Íslandi. Og í gær var okkur sérstaklega hugsað til allra matarsamkomanna. Siðustu helgi voru það sundlaugarnar. Enn sem komið er hefur okkur verið boðið í mat fjórum sinnu, í gær meðtalið. Verðum að fara að troða okkur í mat einhversstaðar 🙂 ha ha. Ég tók svo leigubíl heim með mjög þreytta unga og kom þeim í rúmið á meðan Kim huggaði sig með vinnufélugum. Í kvöld er ég að fara í smá hitting með mínum vinnufélugum. Ég stakk upp á pool- bar eða einhverjum stað þar sem við getum farið í pílu eða eitthvað. Nenni ekki alltaf að sitja og mala. Í dag fór ég í langan göngutúr með gaurana tvo og svo fékk Röskva sér almennilegan lúr, svo við höfum bara haft það rólegt og gott í dag.
Það gengur mjög vel í vinnunni. Skólastjórinn kom í tíma til mín á fimmtudaginn og ég er þar enn, svo…..
Og þar sem ég var svo ánægð með matinn í gær, fór Kim strax út í búð og keypti nautasteik handa mér og er að matreiða eitthvað svakalega gott til að gleðja mig. Ekki verst það.
Hef ekkert nennt að taka til í dag, en er búin að þvo þrjár vélar og kláraði bók í morgun á meðan strákarnir horfðu á teiknimynd og Röskva tætti úr öllum skúffum í eldhúsinu. (allt spaghettí farið til spillis :)).
2 vikur í Ingvar Frey. 4 vikur í ömmu og afa Ísbjörn. 5 vikur í Ingu Láru og Jónda. Gæti ekki verið betra. Ji, hvað við hlökkum til að fá ykkur öll í heimsókn.
Bless í bili frá frú stinna rass
- 4 kommentarer til Göngutúrar og eftirmiddagslúrar
Þið getið farið á Børsen, þar er bæði píla og billjard… eða þannig var það fyrir..uhh… 17 árum síðan.
Hmm.. líklegast er allt breytt. Æi stundum finnst manni eins og sumir hlutir eigi bara að vera eins.
Annars fór ég líka oft á Under Uret…..;o)
Góða skemmtun í kvöld Erla mín
gott að heyra frá ykkur og að þið eruð að gera eitthvað skemmtilegt, og það þarf varla að minnast á að það vantar fólk í fiskibollur.
Matarboðin hafa alveg dottið niður hér, getum varla sagt að við höfum hittst í allt haust fjölskyldan – við erum greinilega kominn í þann gír að við verðum að fara að taka um “calender” og hafa í töskunni og skipuleggja og ákveða.
Kom að því
Erum að fara á blústónleika í kvöld (Eddi Lár að spila) í Bíóhöllinni og síðan á Jasstónleika á morgun líka í Bíóhöllinni og Begga að spila á
klarinettið.
Var á tónlistarkeppninni hjá Fjölbrautaskólanum í gær svo það er nóg að gera í tónlistinni núna. Bergþóra og Sigurmon ásamt fríður föruneyti spiluðu fyrsta lagið sem vinningshljómsveitin síðan í fyrra. Mjög flott hjá þeim, fengu 3 fiðlustúlkur sér til aðstoðar kom mjög vel út.
Bara góða skemmtun á morgun sunnudag. Góð Erla að nýta morguninn til að lesa, húrra fyrir þér.
kveðja mamma
Gaman að lesa bloggið. Ég sé á öllu að þið hafið góða rauða kross búð þarna. Spurning um að fólk fari að versla frekar í svoleiðis búðum en HM þegar það fer til Danmerkur.
Allt ágætt að frétta af okkur. Vantar þó hlátrasköllinn í þér á kennarastofuna, frekar skrýtið. Hafið það gott öll sömul.
kv
María