Haustfrí

Jæja. loksins. Eftir brjálaða viku erum við loksins komin í frí. Laugardagur og ég er að drekka kaffi og fékk mér brauð með súkkulaði í morgunmat. Ég er fullorðin og ræð mér sjálf. :). Kim, Máni og Röskva eru farin út úr dyrunum á leið til Holbæk að heimsækja bedstefar Lars. King Ó er búin að fá nóg af að horfa á teiknimyndir og er sestur hér í mömmustól með sæng og kodda að lesa bækur. Við ætlum að vera heima í dag og fara af stað á morgun. Máni var svolítið þreyttur hér þegar hann átti að fara í föt, svo hann var frekar vælinn og þá kom systir Röskva, knúsaði hann, klappaði honum og rétti honum sokkana. 🙂 Svo sniðugt að fylgjast með og viti menn, Máni komst í betra skap.

Núna eru gesta sængurfötin í vélinni, því við eigum von á Ragnheiði á fimmtudaginn. Húrra. Og svo Ingvar Freyr. Húrra. Svo amma Bogga og afi Ísbjörn. Húrra. Svo Inga og Jóndi. Húrra. Svo vonandi og líklega amma og afi. Húrra. Óliver alveg missir sig þegar maður romsar gestkomendum upp og hann segir “mig elska alla”. :). Vonandi verður af þessum heimsóknum þrátt fyrir krísuástand, en við sjáum hvað setur. Annars ætlum við Óliver að dunda okkur í dag og við fjölskyldan svo að vera í Holbæk fram á miðvikudag. Þá fara K, M og R heim og við Olli förum til Ingu og Nóa. Það verður gaman að hitta litla gaurinn, gerist svo mikið á þessum mánuðum. Svo sækjum við O Ragnheiði á fimmtudaginn og verðum samferða heim. Þannig að þetta verður fjölbreytt og huggulegt haustfrí. 

Við vorum með foreldrafund í 4.bekknum (íslenskur 5.bekkur) sem ég er að kenna á fimmtudagskvöldið og það gekk mjög vel, foreldrarnir hlógu á réttum stöðum og ég held að þau hafi alveg farið sátt og fundist þau geta treyst því að ég myndi kenna börnunum þeirra stærðfræði….. úha úha.  🙂 Jæja, The King krefst þess að ég veiti honum athygli, svo ég hætti nú. 

Hafið það rosa gott um helgina. 

Luuuuvv, Erla

- 1 kommentar til Haustfrí

One Reply to “Haustfrí”

  1. hæ mikið hlakka ég til að koma og gott að þið getið öll slappað aðeins af
    gistum á vestur götunni, eftir góðan mat rauðvin og en stille öl. Hittum svo allt marbakkapakkið í hádeginu sendi ykkur nokkrar myndir,
    kveðja ragnheiður

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *