Ellismellurinn ég

Hmmm fór yfir til nágrannanna til að biðja þau um að senda Mána heim fyrir 19:45 í kvöld og þegar ég kem segir mamman á heimilinu mér að hún og dóttirin (6 ára) séu ósammála um eitt mál og hvort ég geti svarað einni spurningu. Dóttirin heldur því fram að Kim sé stóri bróðir hans Mána. Að hann geti bara ómögulega verið pabbi hans, hans dansar og allt mögulegt, voru rökin. Mamma hennar reyndi eins og hún gat en dóttirin gaf sig ekki. Þar sem ég stend í dyragættinni finnst mér ég hafa trompið í hendi mér og spyr “finnst þér líklegt að ég sé mamma hans Kim?” og held að þannig geti stúlkan (mikil vinkona mín) áttað sig á hlutunum en hún svara blákalt “JÁ”. En þegar ég er búin að útskýra fjölskyldu okkar fyrir henni og að Kim sé mjög skrýtin og ekki eins og annað fólk, þá samþykkir hún loksins.

Svo Kim er rosa kátur með þennan misskilning… ég aftur á móti???? á ég 4 börn?…. er ég orðin kelling….

… já og nei nei nei NEI ÉG ER FYNDIN OG FJÖRUG OG SVAKALEGA UNG. Eða þannig “mamma hans Kim, ég get svo svarið það”.  🙂

- 2 kommentarer til Ellismellurinn ég

2 Replies to “Ellismellurinn ég”

  1. Aumingja stúlkan, ekki gott, en þú ert samt fyndin og skemmtileg og gáfuð og falleg og góð þó að þú sér orðin “gömul” fyrir aldur fram.

    Feður eiga greinilega ekki að dansa og “allt svoleiðis” það getur ekki verið.

    Hvað ætlar þú að gera í þessu Kim til að leiðrétta þennan misskilning, er ekki komið að jakkafötunum???????????????

    kveðja mamma og tengdó

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *

Discover more from emtekaer.dk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading