Þessar myndir tók ég í morgun, áður en við Máni fórum af stað í skólann hans. Við vorum mjög ánægð með móttökurnar og mamman hélt sig á mottunni og táraðist ekki (fékk kannski aðeins rök augu af og til 🙂 ). Máni var súper tilbúin að byrja í skólanum og því var ekkert vesen með að koma honum þangað eða skilja hann eftir eða neitt þvíumlíkt. Góð byrjun hjá gaurnum stóra.
Ég hljóp með Röskvu til dagmömmunar, sem býr handan við hornið í morgun um 7 leytið. Hún kvartaði ekki mikið þegar ég fór og var víst í frekar góðum gír allan daginn. Gekk mjög vel, sérstaklega ef maður hugsar um að þetta er fyrsti dagurinn hennar hjá þessari dagmömmu og hún var þar frá 7 til 14:30 og fékk sér lúr frá 12 til 14. Hafði víst ekki tíma fyrr, of mikið að gera.
Óliver átti líka góðan dag í leikskólanum, hlutirnir þar eru komnir í fastar skorður. Fólk komið úr sumarfríi og sú sem á að sjá um hann og hans hóp tekin við af afleysingarfólkinu. Hann hafði það gott og lagði sig frá 13 til 14 og var að borða eftirmiddagsnestið þegar ég kom að sækja hann rúmlega 14.
Mér líst mjög vel á skólann minn og fyrsti dagurinn gekk bara vel. Á morgun byrja ég svo að kenna samkvæmt stundaskrá. Mér líst mjög vel á samkennara mína, fullt af ungu fólki, í húsaframkvæmdum og með lítil börn og mikið um huggulegheit, svo þetta verður fínt.
Kim var einnig hress með sitt.
Svo allt í allt gekk fyrsti í hversdegi vel, þó svo að þreytan hafi nú gert vart við sig hér heima um 16 leytið :).
Bless í bili frá frú Linnet (hjólakappa).
- 6 kommentarer til Skólastrákur – Húrra
Gott að heyra að allt gengur vel hjá fjölskyldunni.
kv. afi
Máni, þú ert ekkert smáflottur með nýju skólatöskuna. Bara góða skemmtun í skólanum.
kveðja amma og afi ísbjörn
Bergþóra og afi Jósúa
Máni er sko bara flottastur með nýju skólatöskuna. Hann geislar alveg af stolti;o)
Gott að allt gekk vel hjá ykkur. Ég bjóst reyndar ekki við neinu öðru frá ykkur verð ég að segja.
Bestu kveðjur,
Heiðrún
hæ gaman að heyra að allt gengur vel og Máni aldeilis flottur skólastrákur
kveðja Ragnheiður
sætur……við söknum stóra frænda mikið
Hej Máni!
Sikke en flot taske!!!
Kærlig hilsen Bedstefar
– glæder mig til vi ses igen