Málning og garðbúskapur

Jamm, ég fór upp að svæfa strákana þegar við vorum komin heim úr bænum, þar sem við fengum okkur að borða. Ég steinsofnaði. Örugglega ölinn sem ég renndi niður með matnum.. :)…ööö nei við erum svolítið þreytt þessa dagana..

Mánudag komu Lars og Troels (pabbi han Kim og litli bróðir hans) og þeir byrjuðu að undirbúa málningarvinnuna, meðan ég var með krakkana hjá vinkonu minni. Og það er ekki alltaf auðvelt að reyna að vera þægilgur gestur þegar maður á 1 stk. Röskvu og 1 stk. Óliver… 🙂 Miðvikudag sóttum við dótið okkar og plöntuðum því í garðinn og bílskílið og bárum rúmin upp á 1. hæð og sváfum öll í húsinu. Troels líka. Lars svaf í sínum bíl, eins og hann hafði gert og Hella (mamma hans Kim), kom líka í sirkuspartýið og er nú í tjaldi í garðinum. Sem sagt allt á fullu. Búið á mála í allan dag, en þetta gengur nú ekki mjög hratt á daginn, en Troels er brilliant hjálpari. Við höfum líka þurft að koma praktískum hlutum á hreint og á morgun fer Máni í heimsókn í skólann sinn að skoða, mánudaginn fer Óliver í heimsókn í leikskólann og fimmtudaginn hittum við dagmömmu Röskvu. Hinsvegar hafa Kim og Troels verið á fullu eftir að börn (og kona)sofnuðu í kvöld, svo morgundagurinn boðar gott. Í dag fór Hella með strákana á ströndina í 4 tíma og það er einnig plan morgundagsins, nema að Lars fer á morgun.

Við erum komin með garðhúsgögn og höfum búið utandyra á daginn, þar sem eldhús, bað og öll neðri hæðin er undirlögð. Þess vegna erum við þakklát fyrir að veðrið er búið að vera yndislegt, kannski heldur heitt fyrir alla þesaa vinnu 🙂

Allaveganna reynum við að anda djúpt, halda ró okkar og sigla þetta svona bara eftir bestu getu…. og ætli það gangi ekki eins og alltaf. Þetta reddast. Góða nótt. Erla

- 2 kommentarer til Málning og garðbúskapur

2 Replies to “Málning og garðbúskapur”

  1. hæ gaman að fylgjast með og gaman að allt gengur vel og gott að hafa fjölskylduna með
    kveðja Ragnheiður

  2. Nu er eg at fara i hattinn, fer heim med Birgit a morgun med ungri stulku sem baud okkur far.

    Gotta at allt gengur vel, hlakka til at sja husid.
    kvedja mamma, amma, tengdo

Skriv et svar til Ragnheiður Annuller svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *