Laugardagur á Mellemvej

Núna sit ég uppi í stofunni okkar og horfi á fatahrúgur um allt gólf. Ætla að fara að koma fötunum okkar í sístem, svo við getum fundið það sem við leitum að. Sófinn er komin upp og við höfum fengið lítið gamalt sjónvarp, þar sem okkar komst ekki með í gáminn. Strákarnir eru að leika sér, búið að finna brio lestina og legoið. Þeir vilja helst vera þar sem ég er í dag, svo þeir eru hér með mér uppi. Kim er að taka upp úr kössum í eldhúsinu. Bað og eldhús tilbúið. Og búið að mála allt niðri. Aðeins nokkur svona smáatriði eftir. Andreas, Ane og Louise vinir okkar komu í gær og hjálpuðu og þá komst allt á skrið. Svo eigum við eftir að mála listana og panta gólfefni, svo núna komum við okkur fyrir hér uppi, þangað til gólfin eru komin á niðri. En voða gott að eldhús og bað eru nothæf. Og svo er veðrið búið að vera yndislegt, svo við höfum bara verið úti frá morgni til kvölds. Í gærkvöldi fór ég í bío með Ane og sá sex in the city og málaði svo eitt herbergi þegar ég kom heim 🙂
Allaveganna er dagurinn í dag tileinkaður að koma sér smá fyrir og slappa aðeins af, hvíla okkur á málningunni og Troels hefur fengið leyfi til að vera utandyra í dag, hann er mjög sæll með það :).
Jæja best að koma sér að verki. Söknum ykkar

- Ingen kommentarer til Laugardagur á Mellemvej

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *