á Mellemvej 22. Drifum okkur heim af Ölejr í gær, eftir 3 nátta tjaldútilegu. Okkur langaði að halda áfram með húsið, gólfefnið var komið, svo eftir engu að bíða. Ölejr var sniðugt. Sniðugt að vera svona í fríi saman, en maður þarf að þola að horfa á bera rassa, kúka í fötu og fara í kalt bað fyrir framan aðra. Sem og vaska upp í bölum, utandyra og auðvitað sofa í tjaldi. Flestir sofa í svefntjöldum, en við vorum með okkar eigið tjald með og það var nú aldeilis ágætt. En ég fór ekki í bað, mest út af kalda vatninu 🙂
Kim er búin að leggja gólf á krakkaherbergið hér niðri og á morgun verður svefnherbergið okkar tekið. Allt er á réttri leið. Ég var að gera ruslasorteringsstöð í einum skúrnum í dag og Máni er búin að læra að hjóla án hjálpardekkja. Svo allt gengur vel hér. Stundum hellist heimþráin yfir mann, en húsið er notalegt og ramminn fínn.
Ég var svo að panta skólatösku fyrir skólastrákinn og við þurfum víst að fara að huga að nestisboxum á línuna, því nú fer sá tími að koma. Allir með nesti nema Röskva litla. Óliver vill bara brauð með remúlaði, svo ætli við verðum ekki tekin inn á teppið fljótlega á leikskólanum :).
1.ágúst hefst hin mikla aðlögun hjá börnunum þremur og þá verða afi og amma komin í hús, tilbúin að taka svæðið út. Amma Borghildur er búin að vera í heimsókn og á leið til Köben á morgun. Óliver spyr oft eftir öllum heima og vill fara í heimsókn, en er samt glaður í rauða húsinu sínu eins og hann kallar það.
Jæja, best að fara að brjóta saman föt og drekka rauðvín með múttí og Kim.
- 1 kommentar til Komin heim
mikið væri notalegt að sitja með ykkur
kveðja ragnheiður
og Máni aldeilis duglegur þetta kemur allt, flott Máni