hvað er títt

Væri gaman að heyra í sem flestum hér á síðunni, eða á erlaorama@gmail.com 🙂

Hér er allt á fullu. Röskva er á sínu smá krefjandi skeiði. Hún vill ganga öllum stundum og vill helst hafa 2 fingur að halda í við þá iðju, því fingurnir láta betur að stjórn en vagninn sem keyptur var handa henni til gönguæfinga. Hún er farin að sofa alla nóttina og fær því bara einn pela á kvöldin áður en hún fer að sofa. Hún er sem sagt að verða stór, enda eins gott þar sem hún byrjar hjá dagmömmu bráðlega.

Máni fékk skólatöskuna sína í gær og ég ætla hérmeð að vara ykkur við. Taska sem hér kostar 299 kr. danskar, kostar tæpar 13.000 kr. íslenskar í Eymundsson. Og þetta eru ekki ýkjur.

Óliver er að æfa sig að pissa og kúka í klósett og til þess að auka áhugann keypti ég stigaklósett, sem sagt klósettseta með stiga, en planið er ekki alveg að slá í gegn. Hann er ekki alveg að ná því að það er frekar óeðlilegt að vera með bleyju á hans aldri. Hm. Hjálp.

Bræðurnir eru alveg að því komnir að fá nóg af hvor öðrum og verður mjög gott þegar hversdagurinn fer að rúlla og þeir fá jafnaldra að leika við hvor á sínum stað.

Kim er búin að leggja á allt gólfið niðri, á morgun koma listarnir og svo förum við að koma okkur fyrir niðri. Við erum búin að panta skápa svo fljótlega getum við farið að koma fötunum á sinn stað og minnkað bunkana hér og þar.

Og þar sem ég á erfitt með að eyða miklum peningum, þá sendi ég Kim í búðarferðir og læt mér nægja að fara í matarbúðina, því annars hugsa ég alltaf…. æi við þurfum þetta ekkert, við kaupum bara seinna eða álíka. En það er nú ýmislegt sem við þurfum í þetta stóra hús 🙂

Jæja, best að reyna að gera eitthvað af viti. Sakna ykkar. Erla

- 6 kommentarer til hvað er títt

6 Replies to “hvað er títt”

  1. Hæ gott að fá nýjar fréttir mamma þín er lent og við bíðum eftir að hún komi á umferðamiðstöðina. vésteinn skrapp í bæinn og ætlaði að bíða en er farinn upp eftir með Ásu en hún var í bíó að sjá Mamma mia sem er reyndar alveg frábær mynd. ég dró Inga með mér á hana og við skemmtum okkur vel,
    þetta með klósettið kemur og gott að Röskva er farin að sofa svona vel. hafið það gott
    kveðja frænka

  2. Sæl öll, ég er sem sagt komin alla leið heim. Ágætt að vera að fara norður á landsmótið og halda áfram í ferðalögum.
    Fáum við ekki mynd af töskunni.
    Þið verðið að reyna að kaupa Óliver einhvern veginn til að nota klósettið. Látið hugmyndaflugið ráða. Kannski væri ráð að fjarlægja stigann og setja hann út í skúr og sjá hvort að Óliver fær aftur áhuga. Svo er bara að fara á netið og sjá hvernig best er að gera þetta.
    Hvernig gengur með að finna nestisbox????
    amma, mamma og tengdó

  3. Ég hef engin ráð varðandi Ólíver þó að ég sé nú reynslumikil í barnauppeldi…. Kannski best að stríða honum svo hann skammist sín? 🙂 Svo í næstu færslu megið þið setja inn fleiri myndir af húsinu að innan og utan.

  4. Hæ… ég aftur 🙂

    Ætli hann þurfi ekki bara “sinn tíma” í þetta. Annars tók ég bleyjuna af Ísak þegar hann var tæplega 3ja ára (reyndar var hann kominn með smá áhuga), þá var hann bleyjulaus á morgnana fyrir leikskóla og eftir leikskóla. Hann pissaði auðvitað stundum í buxurnar og svona, en hann þurfti alltaf að klæða sig sjálfur úr blautu fötunum … það þótti hún svakalega ógeðslegt… svo hann hætti á endanum að pissa í buxurnar. Veit ekki, kannski ekki mjög “uppeldislegt” :), en þetta virkaði haha :).

    Þetta kemur…

    Flott að Röskva sé farin að sofa alla nóttina, það er rosa flott og ekki orðin 1ns! Erum voða spennt að sjá hvernig týpa 3ja verður hjá okkur :). Ísak og Freyja svo ólík – ótrúlega spennandi. Dagsetningin er 29.1.2009 🙂

    Kv. Bryndís

  5. Hæ, bara að kvitta. Kíki alltaf reglulega en er ekki alltaf í stuði til að skrfa komments, …sem er frekar lélegt því ég veit hvað er gaman að lesa þau.

    En alla vega, ég á mjög erfitt með að vera í öðru landi og geta ekki hjálpað þegar þið eruð komin með svona flott hús og Kim að leika handyman og svona. Ég hefði mjög gaman af að hjálpa til, en það er ekki á allt kosið.

    bið að heilsa, matti

  6. Sæl systir…stefnum á að byrja að safna í haust svo sjáumst vonandi um áramót 🙂 Skrítið að hitta ykkur ekki hmmm…Arnór saknar frænda sinna mikið og neitar að byrja að labba!

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *

Discover more from emtekaer.dk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading