8.júlí 2008

Hvað er títt? Jú. Við ætlum að panta gólfefni á morgun. Og eftir smá stund erum við Kim að fara að sparsla smá hluta af gólfinu til að gera klárt. Planið er að undirbúa gólfin og fara svo á Ölejr og slappa af og hafa það notalegt í viku, og þegar við komum til baka hefjumst við handa við gólfleggingu. Og já við Kim erum að fara í sólarhringsbrúðkaup á laugardaginn og mamma ætlar að hafa alla ungana á meðan. Ég ætla að reyna að vera ekki með áhyggjur af krílunum og bara skemmta mér og slappa af með Kim og vinunum og njóta sólarhrings frís.

Annars líður mér svona í dag, að mig langar nú bara í hversdaginn. Komið nóg af róti og fríi með allri 5 manna fjölskyldunni. 🙂 Og plani og fjárhagspælingum. En sú tilfinning gengur fljótt yfir. Og áfram gakk.

Óliver leist mjög vel á leikskólann sinn og hlakkar bara til að fara þangað aftur. Hann vildi ekki fara með mér heim, fannst held ég bara gott að vera í friði og leika sér almennilega með almennilegt dót.

Röskva er í stuði alla daga og er nú orðin alvöru krakki sem á regngalla, stígvél, skó og sandala. 🙂 En það má ekki líta af frökeninni, því hún er út um allt og upp um allt.

Máni er í frekar góðum gír og skiftir um tungumál eins og ekkert sé.

Jæja maðurinn kallar, sparslið bíður.

Kær kveðja, frú Erla á Mellemvej

 

- 1 kommentar til 8.júlí 2008

One Reply to “8.júlí 2008”

  1. Hæ elskurnar…

    voða gott að heyra hvað þið eruð hress :). Æðislegt húsið og garðurinn. Yndislegur alveg. Við Jürgen erum búin að lesa og skoða myndir og hafa gaman af. Langar ógurlega mikið að fá myndir af krökkunum til að setja í ramma í herberginu hjá krökkunum, þessar myndir af Óliver með svipinn sinn – efri vörin yfir þeirri neðri er bara yndisleg og Máni svo sætur og brosandi eins og alltaf. Þið verðið dugleg að setja inn myndir og video af strákunum og Röskvu og leyfa okkur að fylgjast með þegar hún fer að labba… það líður ábyggilega ekki á löngu! Ísak og Freyja sakna þeirra mikið og geta ekki beðið eftir að hitta þau aftur. Vonandi verður það fyrr en síðar.

    Gangi ykkur áfram vel – þetta fer allt að koma.

    Knús og kossar
    Bryndís og Jürgen

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *

Discover more from emtekaer.dk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading