Smá fréttir úr fríinu. Þetta er lúxús frí og allt gengur rosa vel. Röskva er orðin þvílík pabba stelpa að það er næstum óþolandi og ég duga bara ef ég hef pizzuskorpu eða eitthvað annað ætilegt í hendinni. Óliver kóngurinn hefur það gott og stjórnar hér af besta mætti öllum með harðri hendi. Hann er orðin svo fljótur að hlaupa að hann nú gengur undir nafninu eldingin. Máni er farin að lauma sér upp í íbúð til ömmu og afa til að spila veiðimann og vera í friði. Svo allt í góðu hér. Töframaður, hjólabátar, siglingar, fallegar borgir, strönd, sól og sjór og samkomulag og samvera stórfjölskyldunnar í góðum gír. Sjáumst fljótlega. Kv. erla sem er farin að fíla sjósund.
- 1 kommentar til Króatía
Góð Erla, mjög holt og gott að synda í sjónum, eitthvað með saltið og kroppinn.
Við hlökkum öll til að sjá ykkur á mánudaginn.
kveðja mamma