Til íslenskra vinkvenna :)

Það var einu sinni kona, sem ætlaði alltaf að verða fasteignasali. Seinna. Þegar hún fengi tíma. Þegar börnin yrðu stór. Þegar þau myndu fara í minna húsnæði og minnka afborganirnar. Þegar hún erfði peninginn frá frænku sinni, sem virtist eilíf. En það varð aldrei úr því. Hún var að vinna hjá móðursystur frænku mannsins síns, í búð. Að selja kjóla. Hún hataði kjóla og hataði að að þurfa að tala við kellingar allan daginn. Einu sinni á ári, fór hún í frí. Með fjölskyldunni, á sólarströnd. Þar sat hún oft og lét sig dreyma. Sat ein undir sólhlíf, með fallega bók sem hún hafði keypt sér í fríhöfninni. Bók sem hún ætlaði að skrá drauma, langanir og alvöru plön um það hvernig hún myndi verða fasteignasali. Hún vissi að það er mikilvægt að hafa plan. Hún sat sem sagt undir sólhlífinni, fékk sér einhvern rosalega ferskan  og góðan sumardrykk, með því magni af alkóhóli, sem þarf til að vekja löngunina. Og hún skrifaði. Í laumi. Ef börnin eða maðurinn komu og spurðu hvað hún væri að gera, svaraði hún að hún væri bara að skrifa niður minnisatriði. Hvað hún ætlaði að versla og annað slíkt. En í alvörunni var hún að plana uppreisn. Og hún skrifaði. Punkta, leiðir, heimsíður, skrifstofur, af hverju, kosti, galla og allt sem henni kom til hugar. Markmiðið varð að vera skýrt. Og sömuleiðis leiðin. En þegar fríið var búið og hún var komin heim, týndi hún bókinni. Fór í vinnuna og fór heim. Maðurinn dó og börnin eltust og hún fór að fara ein í frí. Sat undir sólhlífinni og planaði. Og einn daginn dó hún. Með bókina í hendinni, undir sólhlífinni. Og ekki búin að klára drykkinn.

- 4 kommentarer til Til íslenskra vinkvenna :)

4 Replies to “Til íslenskra vinkvenna :)”

  1. oh my god! er allt í lagi með þig? Ég hef nú ekkert miklar áhyggjur, veit að þú átt aldrei eftir að týna bókinni…

  2. Kannski ekki. Nei nei, thetta er nu bara svona texti um konu…. finnst kannski lika ad konur (eg lika) ættu ad verda betri i ad hugsa fyrst og fremst um sig….. en… jafnvægi er nu lika gott mal… 🙂

  3. Þú hefðir átt að horfa á þáttinn hennar Evu í kvöld, þú getur auðvitað horft á hann á netinu. Ótrúlega hress 87 ára gömul kona sem fór í háskólann og tók BA próf í frönsku eftir að hún komst á eftirlaunaaldur. Góð fyrirmynd. Aldrei of seint að láta draumana rætast, nema auðvitað að ráðin verði tekin af manni og maður hverfi undir torfuna grænu áður en að það gerist. Alltaf gott að hafa plön meira að segja fyrir helgarnar.

    kveðja mamma

    P.S. Passaðu bara að týna ekki bókinni.

  4. æi, þetta var nú svolítið sorgleg saga : (
    mig langar samt svolítið í svona skipulagsbók…ljótt að segja það svona í framhaldinu, en ég týni mínum nefnilega alltaf. O-ó! Held ég eigi samt ennþá von.

Skriv et svar

Din e-mailadresse vil ikke blive publiceret. Krævede felter er markeret med *

Discover more from emtekaer.dk

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading