Jæja, þá er Inga Lára systir líka búin að heimsækja okkur, eða mig og strákana, Kim var ekki heima. Hún kom með fallegar gjafir með þjóðlegu yfirbragði, takk fyrir það 🙂 ég veit ekki alveg hvort ég á að líma løppina á þjóðhestinn, eða nota hann sem áminningu um þá sem minna mega sín. Henni Ingu fannst nú samt nóg um og sagði þessa setningu sem ég hef lofað að gleyma aldrei “ég held að tveir dagar séu alveg nóg”….. jæja Inga mín. En það var voða gaman að fá hana sys í heimsókn, þó svo að Máni hafi verið svolítið súr, orðinn þreyttur á fjarveru pabba síns og eiga bara eina mømmu og þurfa að deila henni med Óliver…. en í dag er Kim komin í sumarfrí, Húrra fyrir því. Og ég er búin að fara og versla, á pósthúsið (senda fullt af seðlum til fólks med auglýsingu um að við séum að selja, svo allir geti hengt upp fyrir okkur í búðum), ryksuga bílin, elda góðan sumarmat (aldrei þessu vant) og svæfa alla þrjá. Fyrst Mána, svo gat óliver ekki sofnað án mømmu, svo þegar ég svæfði hann, sofnaði Kim líka. Það var gott, því hann þarf að sofa úr sér ergelsið eins og maður segir. Munið að krossa fyngur og kveikja á kertum og annað gott til að hjálpa okkur að finna rétta fólkið sem vill kaupa íbúðina okkar. Best að halda áfram með bókhaldið og fara svo að koma mér í bælið….. 🙂 góða nótt.
- Ingen kommentarer til sumarfrí hvað